HLS straumar, notaðu Linux netþjón sem videótæki
Ég hef verið að sækja strauma handa krökkunum mínum svo þau geti horft á sama efnið aftur og aftur og til þess að spara mér bandvídd þá er ég að taka þessa strauma upp og hlaða þeim upp á netþjón innanhúss
Ég setti upp OpenVZ sýndarvél heima sem keyrir Ubuntu 12.04 LTS útgáfu.
Uppfærsla á pakkatré og uppsetning á ffmpeg.
#apt-get update
#apt-get upgrade
#apt-get install ffmpeg
Ég er með skriftu sem heitir vcr.sh
#!/bin/sh
now=$(date +"%m_%d_%Y_%H_%M_%S")
ffmpeg -i http://hostname.domain.com/path/playlist.m3u8 -t $1 -vcodec copy $2$now.mkv
- Breytan $1 er lengdin á upptökunni. (sekúndur)
- Breytan $2 er skráanafnið.
Ég er svo með crontab færslu sem tekur alltaf upp á sama tíma á laugardögum.
0 8 * * 6 sh /path/vcr.sh 10800 Laugardagar
Hver skrá fær þá nafn sem er Laugardagar+dagsetning.mkv þegar upptökunni er lokið færi ég hana yfir á miðlægan skráaþjón hjá mér
rsync --remove-source-files -pavl /recordings/$2$now.mkv* user@hostname:/path/to/destination
Published
10 May 2013